Fékk nett nóg af sjálfri mér í dag. Yngri dóttirinn byrjaði á því að ata mig út eða sko bolinn, tók því ekki að skipta. Eldri dóttirinn hló svo mikið að hún gubbaði yfir sama bol, þessi bolur átti að verða fjósabolur en er nú í sorptunnunni. Ef konan sem sást stundum á ferðinni síðasta sumar kafandi ofaní annara manna sorptunnur í leit að flöskum skildi koma í mína þá má hún hirða hann ef hún nennir að plokka ælubitana úr honum. En málið er að ég naglalakkaði neglurnar í dag, ár og öld síðan ég hafði fyrir því, spá í að vaxa á morgurn, þó ekki braselíkst, górilla færi hjá sér ef hún sæi mig bera.
Yfir til þín kaffikella, mOGm-ið er LÖNGU búið, ertu ekki á leið aftur út?? Og nei blaðberinn er ekki að standa sig, fékk kvörtun í morgun, það er eitthvað svo gott að sofa þessa dagana, held samt að þessum langi í sjálfboða vinnuna mína haha.. Viðtalið.... segi ekki orð um það hérna.
miðvikudagur, 7. mars 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Ég skal fara út á morgun ef þú borgar!
Það má kannski benda frúnni á að m&m fæst einnig í búðinni með bleika svíninu, og kostar meira að segja svipað. bragðið er þó örugglega ekki það sama!
Alltaf gaman að láta æla á sig, ekki furða að þú lakkir neglur eftir svoleiðis og ætlir að vaxa líka!
Hvernig væri að fara að bjóða mér í kaffi?
Ég lofa að æla ekki á þig! Þó þú verðir ekki búin að vaxa!
Það er ekki bara að bragðið sé ekki það sama heldur fílingurinn ;-)
bíddu bara það stendur sko meira til en naggalakk og vex ;o
hvað er þetta þú veist að það er alltaf til kaffi bara spurning um alvöru eða krukku... það má kannski bjóða þér tíu
Ég kem við hjá þér eftir skóla í dag.
Skrifa ummæli