föstudagur, 30. mars 2007

Jakkafötin

Maðurinn minn er antik og verðmætur eftir því, allt sem hann eignast verður að antik því engu má henda. ANTIK er góð, þó í bland við núið ;-)

KAFFIKELLA !!!

Jakkafötin bíða eftir því að verða sótt og fá nýtt hlutverk í lífinu!!

miðvikudagur, 28. mars 2007

Vetur - Vor eða VETUR

alveg LOST í þessu.

Var að hugsa það í morgun hvort ég talaði upphátt við póstkassanna/lúgurnar eða hvort hugsanir mínar væru ekki örugglega hljóðlausar. Það var nýr póstkassi í morgun, ógisslega dætur sonnna GRÆNN ;-)

mánudagur, 26. mars 2007

föstudagur, 23. mars 2007

Raunir

það skröltir í taugunum þegar fyrirtæki auglýsa heimasíður og svo eru þær ekkert nema fronturinn. ARGH

fimmtudagur, 22. mars 2007

Ég skal mála allann heiminn elsku mamma.....

Það tók mig þrjá daga að mála þvottahúsið mitt!

Dagur eitt; pilla allt draslið út = stórhættuleg með borvélina
Dagur tvö; SPARSLA eftir niðurrif af völdum vankunnáttu á borvél, gamla skrúfjárnið hentar mér betur
Dagur þrjú; Þeir SLETTA málningunni sem eiga hana
nokk ljóst að dagurinn í dag fer í að þrífa sletturnar og svo er það STÓRA spurningin hvort ég verði smiður þegar ég verð STÓR því ekki verð ég málari.

Ég er viss um að tauið verður hreinna núna ;-)

laugardagur, 17. mars 2007

Einn öl ...

og eftir marga ölara fær ein kona reglulega þörf til að hringja í mig og ræða um drenginn. Hér áður fyrr jammaði ég og jáað en GAS ég elska að svara henni í dag þegar henni dettur í hug að nefna sæðisfrumuna sem ég fékk að láni svo einkasonurinn yrði minn og bara MINN. Skál fyrir henni og vonandi verður nóttinn henni ljúf og morgundagurinn ÆÆ

fimmtudagur, 15. mars 2007

Bíll með vængi...

ekki nóg með að það séu auglýst dömubindi með vængjum og mar skal fljúga frjáls sem aldrei fyrr þá daga heldur er farið að auglýsa bílategund með vængi !! spurning að sonurinn fjárfesti í einum slíkum.

miðvikudagur, 14. mars 2007

Mér leiðast svo eldhúsverkin...

hvað þá þessar helv....... eldhúsumræður, ekkert nema sömu helv... tuggurnar sem koma út úr þessum ..........

mánudagur, 12. mars 2007

Pósturinn Páll

Pósturinn flaug inn um lúguna áðan svona rétt eins og hann gerir flesta daga en það sem vakti athygli mína að það var búið að rjúfa innsiglið á einu blaðinu. Ekki að það valdi mér neinum "raunum" alltaf gaman að fletta svona blöðum stútfullum af allskonar flíkum í öllum stærðum og regnbogans litum en HALLÓ það var merkt mér. EN skildi Pósturinn Páll opna umslögin yfir gufu? eða gegnumlýsa :o

sunnudagur, 11. mars 2007

enjo

Æ lof itt ;-)

laugardagur, 10. mars 2007

SMS

vaknaði í nótt við eitthvað bíbb og teygði mig í símann, KOMINN HEIM. Einn sem þekkir múttu sína og er farin að virða þörf hennar fyrir að vita af honum heilum. Gormurinn minn er eitthvað smá lúmperaður eftir flugferðina.

föstudagur, 9. mars 2007

Hvað leggur maður ekki sig

Hringdi ungur herramaður í vikunni og bauð til veislu, ég svitnaði, ég gleymi aldrei augnaráðinu sem hann sendi mér eftir að hafa rúllað augunum upp og niður eftir mér með þvílíkum vanþóknunarsvip daginn sem hann sá mig fyrst og þá aðeins rétt rúmleg tveggja ára gamall. Ég var ekki álitleg og hvað þá að voga mér í höll frændans. Fór í þvílíka bjútíuppherslu á sjálfri mér í gær í tilefni veislu unga herrans að meira segja kallinn tók eftir því.

Mér líður aftur eins og hjúmanbín ;-)

fimmtudagur, 8. mars 2007

Víða hálkublettir

Þetta heyrir maður stundum í fréttum og með sanni er það í dag, rann svo til að mér er íllt í helv,,,, p,.,beininu. Er það ekki málið að þeir sem vilja fá mína þjónustu fyrir klukkan sjö já eða korter í átta séu búnir að fara út klukkan sex og salta!

miðvikudagur, 7. mars 2007

Ekki dauð úr öllum .....

Fékk nett nóg af sjálfri mér í dag. Yngri dóttirinn byrjaði á því að ata mig út eða sko bolinn, tók því ekki að skipta. Eldri dóttirinn hló svo mikið að hún gubbaði yfir sama bol, þessi bolur átti að verða fjósabolur en er nú í sorptunnunni. Ef konan sem sást stundum á ferðinni síðasta sumar kafandi ofaní annara manna sorptunnur í leit að flöskum skildi koma í mína þá má hún hirða hann ef hún nennir að plokka ælubitana úr honum. En málið er að ég naglalakkaði neglurnar í dag, ár og öld síðan ég hafði fyrir því, spá í að vaxa á morgurn, þó ekki braselíkst, górilla færi hjá sér ef hún sæi mig bera.

Yfir til þín kaffikella, mOGm-ið er LÖNGU búið, ertu ekki á leið aftur út?? Og nei blaðberinn er ekki að standa sig, fékk kvörtun í morgun, það er eitthvað svo gott að sofa þessa dagana, held samt að þessum langi í sjálfboða vinnuna mína haha.. Viðtalið.... segi ekki orð um það hérna.