laugardagur, 31. maí 2008

Gleymi ALDREI 29 maí 2008

Hefði viljað vera í sólinni á Lanzarote en ekki í kirkjugarðinum á Kotströnd klukkan 15:45....... ólýsanleg skelfing, geta ekki staðið í bífurnar og langar sekúndur að komast örfáa metra til dætrana. Maðurinn á systkini og systkinabörn í Sveitinni, Selfossi og Hveragerði og eiga þau öll og þeirra fjölskyldur virkilega mikið verk fyrir höndum að byggja og bæta þær skemmdir sem urðu á eigum og innanstokksmunum en ÞÖKK fyrir að engin þeirra slasaðist þó marðar séu sálir.

fimmtudagur, 24. apríl 2008

Blogga já...

miklu skemmtilegra að púsla ;-)

en það er komið... SUMARIÐ .. LOKSINS ;-) eins og mar sér laus úr búri að komast loks allra sinna ferða án áhyggja af veðri og færð. Átakinu FLOTT FERTUG miðar ágætlega, stöðugar ferðir til tannsa og kílóunum fækkar, staðan orðin mínus tólf. Launin fyrir sjálfboðavinnuna eru líka loks að skila sér.... bara eins og einn mánðuður eftir enn .... Vika í að sonurinn fá lykilinn að sinni fyrstu íbúð í hendurnar og mamman getur farið að skipta sér af flísum og útliti baðherbergisins... búin að lofa að segja ekki orð yfir litavali á málningunni í öðrum rýmum íbúðarinnar en mér skilst að ég meigi hafa tuskuna í höndunum. Geðið annars bara ágætt þessa dagana... verður bjartar með hverjum deginum að horfa í ákveðna átt ;-)

fimmtudagur, 10. apríl 2008

þriðjudagur, 1. apríl 2008

Hjálpaðu mér upp, mér finnst ég vera að drukkna...DRUKKNA

já nei ekki í atvinnutilboðum.... ;-) annars er ég nett geðveik í skapinu í dag og þá er best að þegja.... það er jú fyrsti apríl

fimmtudagur, 27. mars 2008

Kvartanir hvað...

verð nú að sinna þeim hvort sem ég er í verkfalli eða ekki... þú vilt það nú ekki kaffikella, þá hefðir þú enga sudoku og Jóna ekkert til að lesa hérna þegar hún á að vera læra... tala nú ekki um þennan nafnlausa ;-) Annars er bara gleði og lítið um raunir.... að frátöldu þessu sjálfboðarstarfi, sjáum hvað setur um þessi mánaðarmót.

Rúllaði í borgina í morgun að hitta geiflumeistarann, þar sem ég sat og beið eftir að komast í stólinn flotta (sko komin með tv græjur) flettandi auglýsingarbæklingum sem lofuðu sól og hita á fjarlægum ströndum hringdi símhræið mitt..... konan á línunni taldi sig vera með gott tilboð fyrir atvinnuleysingjan mig... ég vissi ekki hvort ég ætti að hlægja eða gráta.. ég allavega missti málið.

Staðan er mínus tíu og komin tími á að skella sér í annann gírinn.

þriðjudagur, 4. mars 2008

Það er húmor í þessu ......Þú ert vel steikt dramadrottning.
Ef dramadrottningar væru hamborgarar sem fengjust
"rare",
"medium rare",
"medium" og
"well done" værir þú "well done". Jafnvel svo vel steikt að erfitt væri að sjá muninn á þér og skósóla. En velsteikta dramadrottningin kærir sig ekki um óvæntar uppákomur eins og matareitrun. Hún vill að hlutirnir séu fyrirsjáanlegir og skipulagðir. Hún bleytir því einfaldlega upp í þurrum borgaranum með fullt af kokteilsósu.Miklir leiðtogahæfileikar búa í vel steiktu dramadrottningunni. Hún er mjög yfirveguð og rökföst en einnig þrjósk.Í raun verður nánast aldrei dramatískra eiginleika vart í fari vel steiktu dramadrottningarinnar. Ætli þeir hafi ekki drepist við steikingu. Það er þó tvennt sem getur komið hinni vel steiktu úr jafnvægi. Annars vegar hrár fiskur. Hins vegar þátturinn Frægir í form. Hún er enn að leita að fræga fólkinu í þættinum.


Hversu mikil dramadrottning ert þú?Þú fellur fyrir frinsum (froskur + prins).
Sé karlkynið flokkað í prinsa, froska, proska og frinsa leikur enginn vafi á hvaða manngerð/dýrategund þú fellur fyrir. Þú laðast að frinsum. Frinsinn líkist í flestu froskinum. Hann sýnir sjaldan rómantíska tilhneigð og getur átt það til að vera ansi óhugulsamurr. Láttu þér ekki bregða þótt frinsinn gleymi afmælisdeginum þínum, brúðkaupsdeginum eða jólagjöfinni. Þótt þú gengir með post-it miða á enninu sem á stæði ?ég vildi að frinsinn minn myndi koma mér á óvart og kaupa handa mér blómvönd? stæði blómavasinn tómur á stofuborðinu um ókomna tíð.Þeir sem hyggja á samband við frins þrátt fyrir það geta endanlega kvatt sjónvarpsfjarstýringuna. Frinsar deila henni ekki með neinum. Búðu þig undir löng kvöld yfir íþróttum og Jean-Claude van Damme. Búðu þig einnig undir dimm kvöld því ekki láta þig dreyma um að frinsinn skipti um ljósaperu.Finnist þér skemmtilegt að tína skítuga sokka eftir aðra upp af gólfinu átt þú sannarlega samleið með frinsinum. Þyki þér það hins vegar ekki hápunktur tilverunnar og þú gerist svo djörf að biðja frinsinn að hirða sjálfan upp eftir sig sokkana máttu eiga von á að hann hækki í iPodinum sínum og láti sem hann heyri ekki í þér.Eini munurinn á frinsinum og froskinum er sá að einstaka sinnum bólar á prinslegum eiginleikum í fari frinsins er hann kemur þér á óvart með framtakssemi eða rómantísku uppátæki.


Fellur þú fyrir prinsum eða froskum?

mánudagur, 3. mars 2008

It´s Íbó-time

fór að pæla á meðan hún þjösnaðist á þessum geiflum mínum tveim sem eru nú í ruslinu, hvernig tannsar lærðu að draga úr geiflur og komst að þeirri niðurstöðu að þeir hljóta að taka áfanga í trésmíði eða einhverju álíka. Kennslugögnin eru örugglega trjábútur og sporjárn annarsvegar og hinsvegar naglaspýta og naglbítur. Mér líður eins og ég sé á túr.... bara ekki úr réttu gati haha.....

sunnudagur, 2. mars 2008

Shell árin...

gömlu góðu... þau voru góð ;-)Hótel Ísland....

veturinn 90-91... ekkert ball nema þetta lag hljómaði með Stjórninni


Fyrir langa löngu...

áttu mamma og pabbi VOLGU... svarta ;-)


Ibiza...

síðan eru liðin rúm 20 ár ;-)Fyrir tvíbbann minn ;-)

mánudagur, 25. febrúar 2008

Það sem fer í geðið á mér ...

Svaf yfir mig í morgun.... það er óþolandi andsk.... og er alveg til að kveikja á geðveikinni í manni.... og örugglega einhverjum af þeim sem fengu blaðið eftir klukkan sjö að þurfa drekka morgunkaffið blaðalaus ;-) Annars hrúgast inn nýjir áskrifendur dag eftir dag núna... greinlega átak í gangi hjá þeim.... spurning að það verði þá greidd laun fyrir þessa sjálfboðavinnu... kannski bjarsýni að búast við þeim þrem mánuðum sem ógreiddir eru á einu bretti en ef litið er á björtu hliðina á því... þá er nú gott að einhver geymir peningana... þeir eyðast þá ekki á meðan ;-) og ég sem stunda þessa sjálfboðavinnu til að halda geðinu ;-)

Montið búin að skila sér heim, sprækari sem aldrei fyrr, mér tókst að sauma þessar eldhúsgardínur á forngripnum... amma var búin að eiga hana síðan 1958... óggislega ángæð með mig, ætli ég verði ekki bara saumakona þegar ég verð stór ;-)

Nýjustu tölur sína mínus átta....fékk mér súkkulaði í morgunmat til að halda uppá það, svo er bara leggja í það níunda :-)

Annars er geðið fínt, annar af leiðinlegustu mánuðum ársins er að verða BÚ ;-)

fimmtudagur, 21. febrúar 2008

Fyrir ..... sem á að vera að læra tja eða vinna.... p.s. ég mundi passwordið

1. Miðnafnið þitt:
2. Aldur:
3. Single or Taken:
4. Uppáhalds bíómynd:
5. Uppáhalds lag:
6. Uppáhaldshljómsveit:
7. Uppáhalds búð:
8. Tattoo eða göt:
9. Þekkjumst við persónulega?
10. Hver er tilgangurinn með lífinu?
11. Myndirðu bakka mig upp í slagsmálum?
12. Myndirðu þegja yfir leyndarmáli ef það skipti mig máli?
13. Besta minningin þín um okkur?
14. Myndir þú gefa mér nýra?
15. Segðu eitthvað skrýtið um þig:
16. Myndir þú hugsa um mig ef ég væri veik?
17. Getum við hist og bakað köku saman?
18. Hefurðu heyrt kjaftasögu um mig nýlega?
19. Talarðu eða hefurðu talað illa um mig?
20. Finnst þér ég góð manneskja?
21. Myndir þú keyra með mér hringinn í kringum landið?
22. Finnst þér ég aðlaðandi?
23. Hverju myndirðu vilja breyta í mínu fari?
24. Í hverju sefurðu?
25. Kæmirðu í heimsókn af tilefnislausu, bara til að chilla?
26. Ef ég ætti einn dag ólifaðan, hvað myndum við gera saman?
27. Ætlarðu að setja þetta á þína síðu svo ég geti fyllt þetta út?

BLOGGA HVAÐ

Fór í næsta bæjarfélag í gær, hef ekki komið þangað síðan fyrir jól nema til að skila sauðdrukknu fólki heim eftir þorrablót. Fyrsta verk var að rúlla upp að pullaranum... ummm jammmí ;-) hoppa svo inní eina búð, út þaðan með efni í poka, átti svo stefnumót við kallinn á slaginu þrettánhundruð á einhverju verkstæði til að láta kíkja á montið. Mælaborðið er búið að vera með eitthvað ljósashow síðustu daga og þarf að tvístarta dýrinu, já meira segja sýnir mér stundum það sé Lanzarote hiti úti ;-) Kallinn á verkstæðinu hélt nú að hana yrði enga stunda að finna út úr þessu, bara tengja montið við tölvuna sem myndi svo segja honum hvað væri að hrjá hann, klukkan var orðin þrettánhundruðfjörtíuogtvær sem þýddi að það voru átján mínútur til stefnu að komast aftur í rétt bæjarfélag og enginn var orðin niðurstaðan svo kallinn mátti gjöra svo vel að skutla mér á traktornum heim og hafði hann það á slaginu fjórtánhundruð að rúlla inní þorpið, ekki má láta dömurnar bíða ;-)

Efnið í pokanum var svo dregið upp í gærkveldi og hin fornláta Singer saumavél sem hún amma mín gaf mér skellt upp á borð, skildi nú falda og sauma hahahaha..... vá mínir tíu þumalputtar..... það hafðist að sauma og upp er komin þessi líka fína eldhúsgardína.... jólagardínur hvað, skil ekki fólk sem er enn með eitthvað jóla uppi við ennþá ;-) Hummm... þær eiga að vera tvær, því tveir eru gluggarnir. Jú sko þegar átti að sauma hina þá fór vélina að flækja og sama hvað ég sat á óþolinmæðinni þá fór allt til $"=&%¨=($/ ;-) ...... HJÁLP

Síðast þegar fréttist af montinu var hann enn tengdur við hjartalínurit.

Góðar stundir

þriðjudagur, 19. febrúar 2008

föstudagur, 8. febrúar 2008

Pirrrrr.....

.... stundum tekur tæknin völdin af manni... ætlaði svoleiðis að senda frá mér pirringsblogg en var stoppuð af.... netið var úti ;-) síðan þá hafa vélar heimilisins fengið að vinna sína vinnu og pirrrri bara byrjaður að leka í átt að stífluðum niðurföllum.

fimmtudagur, 7. febrúar 2008

Bomsurnar frá Lubljana

djöflans viðbjóður á götum þorpsins í morgunsárið.... rennandi blautar og kaldar tær eftir örfá hús.... heim í enn þykkari sokka og bomsur eiginmannsins ... ég þarf að fara til Lubljana ;-)

miðvikudagur, 23. janúar 2008

Ibufen

ummmm sooo gott

þriðjudagur, 22. janúar 2008

Mannbroddar

... þegar ég var yngri þá voru bara gamlar kellingar sem notuðu slíkt undir skóna sína á köldum klakanum.... nú ég gömul kelling ;-)

þriðjudagur, 15. janúar 2008

Meiri snjó meiri snjó meiri snjóóóóó.....

5.45 staulaðist ég framúr, taldi mig góða að vera korteri fyrr á ferðinni.... fyrst var að moka ofan af bílnum, flaug svona í gegnum kollinn.... skildi ég komast út af planinu... auðvitað ;-) komst þangað sem blöðin eru... mátti klofa snjó upp í klof að fyrstu húsunum.... það var spurning að sleppa einni götunni en tja prófum.... æ æ æ montið sat fast ... vildi hvorki afturábak né áfram... varð að moka mig út úr bílnum og klofa að blokkunum.... blöðin skildu nú í hús... Hann heitir Tóti og segir ekki dójjójóng heldur.... ég kem og dreg þig út úr skaflinum ;-) eftir allmargar rikkingar hafðist montið afturábak... Tóti er hetjan mín í dag ;-) tók enga sénsa eftir það og lét mig hafa það að klofa snjóinn botnlanga á eftir botnlanga fram og til baka afturábak og áfram ;-) 7.45 lenti ég á planinu hér heima aftur ;-) tvo helvíts tíma að koma þessum blaðalufsum í hús .... ef ég er ekki tveim kílóum léttari eftir þetta puð ... þá bara það ;-)

fimmtudagur, 10. janúar 2008

Kókfíkill

það er ég ;-) taka þrjú í að hætta gengur ágætlega en þvílíkur hausverkur.... var mikið að spá í að koma við í bakaríinu að ná mér í eins og eina dollu en viljinn já viljinn hafði yfirhöndina ;-)

mánudagur, 7. janúar 2008

Hádegisblaðið...

er það heillinn að hluta til í dag....sé ekki kátur kallinn með kassann og ugglaust hinir 19 glaðst með honum ;-) .... þeir kunna ekki að telja blöðin þarna við Rauðavatn.

miðvikudagur, 2. janúar 2008

2008

verður gott ár .... skildi 5 kíló af spiki eftir á síðasta ári... þarf að fjórfalda þá tölu á þessu ári... takmarkið flott fertug er jú eftir 297 daga ;-) önnur heit .... ahh hef það með sjálfri mér áfram.