laugardagur, 26. maí 2007

laugardagur, 12. maí 2007

X eða X

Ég datt á hausinn í morgun, eða ég held það, fór út og eyddi mörgum klukkutímum í að skrapa tjöruklessur af montinu, bónaði svo dýrðina og uppskar blöðru við giftingarhringinn, geri þetta aldrei aftur. Fór síðan í grænum buxum, bláum næríum á rauðum bíl með sól í hjarta og bros á vör að setja EXIÐ á vitlausan stað, því hvað er svosem rétt í þessu.

föstudagur, 4. maí 2007

Hver ekur eins og ljón .....

Sonurinn hringdi í mömmu sín seint í gærkveldi og spurði mig hvort ég vissi hver væri aðal styrktaraðili laganna varða ? Á 4 dögum er búið að taka blessaðan drenginn fyrir ofhraðann akstur sem hann bíður eftir að fá úrskurð um hversu sektin verði há og hver prófmissirinn verði langur, hefðu átt að svifta hann á staðnum, þóttust ekki vita hver hámarkshraðinn var á staðnum en come on löggubjálfarnir eru nú varla svo heimskir þó æði oft þeir stígi ekki djúpt, hafa bara ekki nennt að keyra hann og bílinn heim. Og skyndilönguninn í ís í gærkveldi varð dýrari en hann ætlaði sér. Blessuð nagladekkinn, fékk þó afslátt fyrir að borga á staðnum ;-)

Spurning hvort að einhver lærdómur sitji eftir hjá honum eða hvort það þurfi að koma með komandi þroska, tja allavega er fyrirmynd sosem ekki til að hrópa húrra fyrir.