laugardagur, 31. maí 2008

Gleymi ALDREI 29 maí 2008

Hefði viljað vera í sólinni á Lanzarote en ekki í kirkjugarðinum á Kotströnd klukkan 15:45....... ólýsanleg skelfing, geta ekki staðið í bífurnar og langar sekúndur að komast örfáa metra til dætrana. Maðurinn á systkini og systkinabörn í Sveitinni, Selfossi og Hveragerði og eiga þau öll og þeirra fjölskyldur virkilega mikið verk fyrir höndum að byggja og bæta þær skemmdir sem urðu á eigum og innanstokksmunum en ÞÖKK fyrir að engin þeirra slasaðist þó marðar séu sálir.