fimmtudagur, 22. febrúar 2007
þriðjudagur, 20. febrúar 2007
Hvað er þetta..
með mig og HUNDA!! Ætli ég hafi verið eitt slíkt kvikindi í fyrra lífi!! Mér leiðist þessi setning "hann er svo góður" og ekki er þessi betri "hann gerir þér ekkert" og hvað þá þessi " hann er svo ljúfur" hann hét einmitt LJÚFUR sem sökkti sér á kaf í annan kálfann minn hér um árið. Forðaði mér undan einu lausu kvikindi í býtið, merkilegt að eigendur slíkra kvikinda geti ekki haft þetta bundið eins og LÖG gera ráð um.
mánudagur, 19. febrúar 2007
laugardagur, 17. febrúar 2007
Húsið..
mitt er hreint! já loksins mætti skúringarkonan á svæðið, kófsveitt skreið hún á hnjánum og skrúbbaði hvern fermeterin af öðrum. Ég ætla að njóta þess að horfa á Júróslefvisjón með kertaljós og KÓK í mínum eigin sófa á meðan aðrir flýja land til að klæðast gullgalla og syngja um Húsin sem hafa augu. Í mínu þorpi hafa þau það og stærri eyru en Eyrnastór.
föstudagur, 16. febrúar 2007
Dagurinn í stíl við veðrið ...
minnstingurinn vakti alla rúmleg fjögur í morgun, ælandi og spúandi út um allt, passlega þegar allir voru farin í vinnu - skóla þá byrjaði ég líka, ég veit ekkert eins viðbjóðslegt, þvottavélin kúaðist í allan dag.
föstudagur, 9. febrúar 2007
Gaggalagú
Sé fyrir mér svona eitthvað í líkindum við golfbíl með HANA á toppnum og við hvert hús myndi ég toga í spottann á honum, svona stæling á ísbílnum sem þeytist um á sumrin og selur manni ís í heimskeyrslunni hjá manni. Ég er farin að tala við Thí dog á morgnana þegar hann bíður mín við lúguna, stríði honum aðeins áður en blaðið flýgur í kjaftinn á honum, hló að honum í morgun þegar hann reif í sig blaðið svo ræmur stóðu út um lúguna ;-)
fimmtudagur, 8. febrúar 2007
miðvikudagur, 7. febrúar 2007
Bjössi á mjólkurbílnum ?
Hver ekur eins og ljón með aðra hönd á stýri ?
Hvar ertu jörðin mín ?
Bjarnastaðarbeljurnar baula þær eftir mér ?
Hvar ertu jörðin mín ?
Bjarnastaðarbeljurnar baula þær eftir mér ?
laugardagur, 3. febrúar 2007
Á hæl og tá
Fékk einkabílstjóra í kvöld, hef aldrei verið jafn lengi að koma blöðunum út ;-)
Þorpsbúar blóta þorranum í kvöld, það voru pinnahælspor við hvert hús, skildu margar fá flugferð ókeypis í kvöld ;-)
Þorpsbúar blóta þorranum í kvöld, það voru pinnahælspor við hvert hús, skildu margar fá flugferð ókeypis í kvöld ;-)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)