mánudagur, 25. febrúar 2008

Það sem fer í geðið á mér ...

Svaf yfir mig í morgun.... það er óþolandi andsk.... og er alveg til að kveikja á geðveikinni í manni.... og örugglega einhverjum af þeim sem fengu blaðið eftir klukkan sjö að þurfa drekka morgunkaffið blaðalaus ;-) Annars hrúgast inn nýjir áskrifendur dag eftir dag núna... greinlega átak í gangi hjá þeim.... spurning að það verði þá greidd laun fyrir þessa sjálfboðavinnu... kannski bjarsýni að búast við þeim þrem mánuðum sem ógreiddir eru á einu bretti en ef litið er á björtu hliðina á því... þá er nú gott að einhver geymir peningana... þeir eyðast þá ekki á meðan ;-) og ég sem stunda þessa sjálfboðavinnu til að halda geðinu ;-)

Montið búin að skila sér heim, sprækari sem aldrei fyrr, mér tókst að sauma þessar eldhúsgardínur á forngripnum... amma var búin að eiga hana síðan 1958... óggislega ángæð með mig, ætli ég verði ekki bara saumakona þegar ég verð stór ;-)

Nýjustu tölur sína mínus átta....fékk mér súkkulaði í morgunmat til að halda uppá það, svo er bara leggja í það níunda :-)

Annars er geðið fínt, annar af leiðinlegustu mánuðum ársins er að verða BÚ ;-)

fimmtudagur, 21. febrúar 2008

Fyrir ..... sem á að vera að læra tja eða vinna.... p.s. ég mundi passwordið

1. Miðnafnið þitt:
2. Aldur:
3. Single or Taken:
4. Uppáhalds bíómynd:
5. Uppáhalds lag:
6. Uppáhaldshljómsveit:
7. Uppáhalds búð:
8. Tattoo eða göt:
9. Þekkjumst við persónulega?
10. Hver er tilgangurinn með lífinu?
11. Myndirðu bakka mig upp í slagsmálum?
12. Myndirðu þegja yfir leyndarmáli ef það skipti mig máli?
13. Besta minningin þín um okkur?
14. Myndir þú gefa mér nýra?
15. Segðu eitthvað skrýtið um þig:
16. Myndir þú hugsa um mig ef ég væri veik?
17. Getum við hist og bakað köku saman?
18. Hefurðu heyrt kjaftasögu um mig nýlega?
19. Talarðu eða hefurðu talað illa um mig?
20. Finnst þér ég góð manneskja?
21. Myndir þú keyra með mér hringinn í kringum landið?
22. Finnst þér ég aðlaðandi?
23. Hverju myndirðu vilja breyta í mínu fari?
24. Í hverju sefurðu?
25. Kæmirðu í heimsókn af tilefnislausu, bara til að chilla?
26. Ef ég ætti einn dag ólifaðan, hvað myndum við gera saman?
27. Ætlarðu að setja þetta á þína síðu svo ég geti fyllt þetta út?

BLOGGA HVAÐ

Fór í næsta bæjarfélag í gær, hef ekki komið þangað síðan fyrir jól nema til að skila sauðdrukknu fólki heim eftir þorrablót. Fyrsta verk var að rúlla upp að pullaranum... ummm jammmí ;-) hoppa svo inní eina búð, út þaðan með efni í poka, átti svo stefnumót við kallinn á slaginu þrettánhundruð á einhverju verkstæði til að láta kíkja á montið. Mælaborðið er búið að vera með eitthvað ljósashow síðustu daga og þarf að tvístarta dýrinu, já meira segja sýnir mér stundum það sé Lanzarote hiti úti ;-) Kallinn á verkstæðinu hélt nú að hana yrði enga stunda að finna út úr þessu, bara tengja montið við tölvuna sem myndi svo segja honum hvað væri að hrjá hann, klukkan var orðin þrettánhundruðfjörtíuogtvær sem þýddi að það voru átján mínútur til stefnu að komast aftur í rétt bæjarfélag og enginn var orðin niðurstaðan svo kallinn mátti gjöra svo vel að skutla mér á traktornum heim og hafði hann það á slaginu fjórtánhundruð að rúlla inní þorpið, ekki má láta dömurnar bíða ;-)

Efnið í pokanum var svo dregið upp í gærkveldi og hin fornláta Singer saumavél sem hún amma mín gaf mér skellt upp á borð, skildi nú falda og sauma hahahaha..... vá mínir tíu þumalputtar..... það hafðist að sauma og upp er komin þessi líka fína eldhúsgardína.... jólagardínur hvað, skil ekki fólk sem er enn með eitthvað jóla uppi við ennþá ;-) Hummm... þær eiga að vera tvær, því tveir eru gluggarnir. Jú sko þegar átti að sauma hina þá fór vélina að flækja og sama hvað ég sat á óþolinmæðinni þá fór allt til $"=&%¨=($/ ;-) ...... HJÁLP

Síðast þegar fréttist af montinu var hann enn tengdur við hjartalínurit.

Góðar stundir

þriðjudagur, 19. febrúar 2008

föstudagur, 8. febrúar 2008

Pirrrrr.....

.... stundum tekur tæknin völdin af manni... ætlaði svoleiðis að senda frá mér pirringsblogg en var stoppuð af.... netið var úti ;-) síðan þá hafa vélar heimilisins fengið að vinna sína vinnu og pirrrri bara byrjaður að leka í átt að stífluðum niðurföllum.

fimmtudagur, 7. febrúar 2008

Bomsurnar frá Lubljana

djöflans viðbjóður á götum þorpsins í morgunsárið.... rennandi blautar og kaldar tær eftir örfá hús.... heim í enn þykkari sokka og bomsur eiginmannsins ... ég þarf að fara til Lubljana ;-)