mánudagur, 25. febrúar 2008

Það sem fer í geðið á mér ...

Svaf yfir mig í morgun.... það er óþolandi andsk.... og er alveg til að kveikja á geðveikinni í manni.... og örugglega einhverjum af þeim sem fengu blaðið eftir klukkan sjö að þurfa drekka morgunkaffið blaðalaus ;-) Annars hrúgast inn nýjir áskrifendur dag eftir dag núna... greinlega átak í gangi hjá þeim.... spurning að það verði þá greidd laun fyrir þessa sjálfboðavinnu... kannski bjarsýni að búast við þeim þrem mánuðum sem ógreiddir eru á einu bretti en ef litið er á björtu hliðina á því... þá er nú gott að einhver geymir peningana... þeir eyðast þá ekki á meðan ;-) og ég sem stunda þessa sjálfboðavinnu til að halda geðinu ;-)

Montið búin að skila sér heim, sprækari sem aldrei fyrr, mér tókst að sauma þessar eldhúsgardínur á forngripnum... amma var búin að eiga hana síðan 1958... óggislega ángæð með mig, ætli ég verði ekki bara saumakona þegar ég verð stór ;-)

Nýjustu tölur sína mínus átta....fékk mér súkkulaði í morgunmat til að halda uppá það, svo er bara leggja í það níunda :-)

Annars er geðið fínt, annar af leiðinlegustu mánuðum ársins er að verða BÚ ;-)

2 ummæli:

Kaffikella sagði...

múhaha líst vel á morgunmatinn hjá þér - held ég fari bara að venja komu mína í morgunkaffi og meððí

Gleðiraunir sagði...

síríusrjómasúkkulaðimeðrúsínum er á matseðlinum í fyrramálið