Fór í næsta bæjarfélag í gær, hef ekki komið þangað síðan fyrir jól nema til að skila sauðdrukknu fólki heim eftir þorrablót. Fyrsta verk var að rúlla upp að pullaranum... ummm jammmí ;-) hoppa svo inní eina búð, út þaðan með efni í poka, átti svo stefnumót við kallinn á slaginu þrettánhundruð á einhverju verkstæði til að láta kíkja á montið. Mælaborðið er búið að vera með eitthvað ljósashow síðustu daga og þarf að tvístarta dýrinu, já meira segja sýnir mér stundum það sé Lanzarote hiti úti ;-) Kallinn á verkstæðinu hélt nú að hana yrði enga stunda að finna út úr þessu, bara tengja montið við tölvuna sem myndi svo segja honum hvað væri að hrjá hann, klukkan var orðin þrettánhundruðfjörtíuogtvær sem þýddi að það voru átján mínútur til stefnu að komast aftur í rétt bæjarfélag og enginn var orðin niðurstaðan svo kallinn mátti gjöra svo vel að skutla mér á traktornum heim og hafði hann það á slaginu fjórtánhundruð að rúlla inní þorpið, ekki má láta dömurnar bíða ;-)
Efnið í pokanum var svo dregið upp í gærkveldi og hin fornláta Singer saumavél sem hún amma mín gaf mér skellt upp á borð, skildi nú falda og sauma hahahaha..... vá mínir tíu þumalputtar..... það hafðist að sauma og upp er komin þessi líka fína eldhúsgardína.... jólagardínur hvað, skil ekki fólk sem er enn með eitthvað jóla uppi við ennþá ;-) Hummm... þær eiga að vera tvær, því tveir eru gluggarnir. Jú sko þegar átti að sauma hina þá fór vélina að flækja og sama hvað ég sat á óþolinmæðinni þá fór allt til $"=&%¨=($/ ;-) ...... HJÁLP
Síðast þegar fréttist af montinu var hann enn tengdur við hjartalínurit.
Góðar stundir
fimmtudagur, 21. febrúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Gardínurnar eru fínar hjá þér, vona að montinu líði betur!
e.s. það má nú alveg hringja í frænkuna svo dömurnar þurfi ekki að bíða ef mamman er föst í öðru bæjarfélagi osonna!
Skrifa ummæli