þriðjudagur, 25. september 2007
Allt er þegar þrennt er og verður vonandi fullkomnað í fjórða ;-)
Jæja þá er þriðju ferðinni lokið í dómsalinn... skemmst frá því að segja að ákæruvaldið mætti ekki á svæðið .... það var bókað auk þess að hann var víst ekkert búin að afla þeirra gagna sem dómarinn fór fram á .... hahahahaha.... FÍFL.
laugardagur, 22. september 2007
Mbl verður að Hbl í dag....
Aumingja umbinn á eftir að fá mörg símtölin í dag..... ég bara nennti ekki að fara í eins og 45 hús í morgun... en sjáum til í hádeginu.... tja ef að blöðin skila sér með rútunni sem uppá vantaði.... ekki bara í mínu hverfi... því það vantar yfir 100 blöð til áskrifenda.... veit ekki hvað þessi blessaði bílstjóri sem keyrir blöðin hingað hefur verið að hugsa.... og að það skuli nú ekki vera hægt að redda þessu fyrr austur... lélegt.
miðvikudagur, 19. september 2007
Prjóna húfu tja eða peysu...
skildi ég geta það.... er að spá í að láta á það reyna á næstunni.
Annars mínus 1komma2 í gær ;-)
Annars mínus 1komma2 í gær ;-)
þriðjudagur, 18. september 2007
Vertu úti....
enn einn helv... geitungurinn laumaði sér inn... hvenar fara þessi andsk... kvikindi heim til sín.
laugardagur, 15. september 2007
Haustferð í Bónus...
... að kaupa rúllutertubrauð... en þau geymast ekkert endalaust þó í frystikistunni þau liggja ;-)
fimmtudagur, 13. september 2007
Skemmtileg þessi test....
Your Brain is Red |
Of all the brain types, yours is the most impulsive. If you think it, you do it. And you can get the bug to pursue almost any passion. Your thoughts are big and bold. Your mind has no inhibitions. You tend to spend a lot of time thinking about love, your dreams, and distant places. |
miðvikudagur, 12. september 2007
Fljótfærnin alveg að drepa mig í morgunsárið....
Vaknaði á undan klukkunni í morgun... grenjandi slag út en það er bara hressandi... best að koma sér bara af stað áður en haninn galar... þar sem ég er nú yfirleitt síðust að ná í blaðabunkana mína hafði ég ekki fyrir því að lesa á þá tvo bunka sem biðu.... ég á yfirleitt tvo flest alla morgna nema Mbl sé óvenju þykkur... annar á að innihalda Mbl og hinn Blaðið og svo eitt DV-blað innpakkað .... nema það voru fleiri innpökkuð blöð sem tilheyra öðru hverfi... ææææ blessuð konan verið að flýta sér og bara gleymt þeim hugsaði ég .... sökum slagveðursins ákvað ég að henda þeim í skjól hjá umbanum... reif upp plastið á báðum bunkunum meðan ég blótaði því hvursu ílla þeir pakka blessuðum blöðunum alltaf inn.... í svona slagveðri blotnar alltaf í gegn og lítt spennandi að þurfa setja blaut blöð í lúgur og kassa en hvað um það, uppúr sitthvorum bunkanum komu Mbl og Mbl.... hummm hvar er Blaðið.... andsk.... annar bunkinn tilheyrði öðru hverfi... hugsaði... já hún hefur óvart tekið minn bunka af Blaðinu í staðinn fyrir annan af sínum Mbl, eru jú yfirleitt tveir af Mbl hjá henni... best að bruna og finna kelluna... hvergi sást hún... argh... jæja skítt með það, má ekkert vera að þessu .... rétt komin upp að húsinu hjá umbanum til að henda af mér þessum bunka og innpökkuðu blöðunum í skjól fyrir rigningunni... kemur kellan... hefði ég lesið betur á bunkan hennar hefði ég nátturulega fattað það að blessuð konan var ókomin að sækja sín blöð og ekkert Blað fylgdi með í kaupunum í dag.... sauður ;-)
þriðjudagur, 11. september 2007
Það er DALÚN dagur í dag...
Fyrir 2 árum var þetta mikill gleðidagur, yngri dóttirinn fékk nafnið sitt. Vaknaði morguninn eftir þvílíkt kvalinn í vömbinni... viss um að ég væri komin með kökueitrun. Fyrir miðnætti var ég svo komin rænulaus á skurðarborðið... ég var sprungin. Botnlanganum fátækari fór ég heim þremur sólarhringum síðar samt enn drulluveik með hita og þvílíka verki... sögðu það bara tak í síðunni eftir spítalarúminn. Þremur sólarhringum síðar var ég aftur komin í spítalarúmið... spítalarúmin gefa manni víst lungnabólgu. Þremur sólarhringum síðar fór ég heim með verk í hjartanu og kvíða í kollinum.... fékk það líka í spítalarúminu í formi sms-skeytis.... stór hættuleg þessi spítalarúm. Eitt sem ég gleymi aldrei var þegar bóndinn var að rífa mig úr brjóstarhaldaranum og taka af mér giftingarhringinn... í morfínsvímunni hélt ég að nú væri ég að drepast... hann kæmi ekki hringnum af með sápu í dag svo sokkinn er hann.... því það eru ekki bara liðin 2 ár... heldur er ég 20 kg ríkari.... segi það og skrifa það. Í 2 ár hef ég verið syndandi í mínum eigin heimi í spikinu.... algjörlega flöt í kollinum... nú eru komnir 3 mánuðir án bleiku taflnana... svo kollurinn er orðin fínn og komin tími á MIG.... hef enga afsökun lengur... ég ætla verða fátæk... af spiki.
mánudagur, 10. september 2007
Spurning að skilja bara...
Eitt af símtækum heimilisins gaf til kynna að verið væri að hringja í viðkomandi... svaraði... "góðan dag þetta er hjá lögreglunni" kólnaði niður eftir bakinu... en púff það var bara verið að láta vita þarsem drengur er eigi orðin 18 að hann hefði verið tekin fyrir ofhraðann.... tveim dögum eftir að sektin kom í hús... furðanlega slow vinnubrögð verð ég nú að segja... en það sem vakti furðu mína var að hringt var í gemsa húsbóndans.... ekki hafði drengurinn gefið hann upp.... bara mömmusíma .... þeir hringdu þó strax deginum eftir í fyrra skiptið í MÖMMUSÍMA.... en á meðan þeir hringja ekki í fíflið eða ÞAÐ eins og drengur kallar fíflið þá sleppur þetta... tja samt varla.. furðulegt að við það eitt að gifta sig þá fer nafnið á húsbóndandanum í efstu línu... byrjaði strax áður en blekið var þornað á giftingarvottorðinu .... argh ekki að mínu skapi.
föstudagur, 7. september 2007
Taka tvö...
í dómssalnum í gær... þurfti að hringja eftir verjandanum... sá kom af fjöllum (sé jólasveininn) kannaðist ekki við að hafa fengið bréf um málið en ok var fljótur í gírinn og sagði svo það sama og drengurinn sagði síðast... ásækjandinn hafði ekki haft fyrir því að afla sér þau gögn sem talað var um síðast.... enda hrokagikkur í framkomu og hefur ugglaust talið það vera óþarfa.... "já ef dómari telur það vera nauðsynlegt" já sagði dómarinn leitaðu eftir gögnum... myndum... það leikur greinilega vafi á ..... sagði svo við drenginn þegar við gengum út.... keyrðu svo varlega. Mæting aftur eftir tvær vikur.... verður sami skrípaleikurinn þá eða slær hún hamrinum.
Drengurinn slapp þó betur en reiknivél umferðastofu sagði til þegar riddarar götunnar höfðu hendur í hári hans í lok ágúst .... EINN punkt og fimmtíuþúsundkjell ...... tók ekki tvær vikur að afgreiða þann greiðsluseðill í póstinn... þeir veita þó góðann afslátt sé borgað í tíma.
Það er svoldið skondið að ræða þetta við fólk.... sumir kasta steinum á meðan aðrir klappa á öxlina á drengnum.... enda ekkert feimnismál.... drengurinn búin að vera með eindæmum óheppinn og heppinn þessa fáu mánuði sem hann hefur haft próf.... elsku drengurinn minn.... hann spurði mig um daginn "mamma... hefur þú áhyggjur af mér" ..... JÁ
Drengurinn slapp þó betur en reiknivél umferðastofu sagði til þegar riddarar götunnar höfðu hendur í hári hans í lok ágúst .... EINN punkt og fimmtíuþúsundkjell ...... tók ekki tvær vikur að afgreiða þann greiðsluseðill í póstinn... þeir veita þó góðann afslátt sé borgað í tíma.
Það er svoldið skondið að ræða þetta við fólk.... sumir kasta steinum á meðan aðrir klappa á öxlina á drengnum.... enda ekkert feimnismál.... drengurinn búin að vera með eindæmum óheppinn og heppinn þessa fáu mánuði sem hann hefur haft próf.... elsku drengurinn minn.... hann spurði mig um daginn "mamma... hefur þú áhyggjur af mér" ..... JÁ
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)