mánudagur, 10. september 2007
Spurning að skilja bara...
Eitt af símtækum heimilisins gaf til kynna að verið væri að hringja í viðkomandi... svaraði... "góðan dag þetta er hjá lögreglunni" kólnaði niður eftir bakinu... en púff það var bara verið að láta vita þarsem drengur er eigi orðin 18 að hann hefði verið tekin fyrir ofhraðann.... tveim dögum eftir að sektin kom í hús... furðanlega slow vinnubrögð verð ég nú að segja... en það sem vakti furðu mína var að hringt var í gemsa húsbóndans.... ekki hafði drengurinn gefið hann upp.... bara mömmusíma .... þeir hringdu þó strax deginum eftir í fyrra skiptið í MÖMMUSÍMA.... en á meðan þeir hringja ekki í fíflið eða ÞAÐ eins og drengur kallar fíflið þá sleppur þetta... tja samt varla.. furðulegt að við það eitt að gifta sig þá fer nafnið á húsbóndandanum í efstu línu... byrjaði strax áður en blekið var þornað á giftingarvottorðinu .... argh ekki að mínu skapi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Djöfull skil ég þig, það er eins og við hættum að vera til þegar karlmaður kemur til sögunnar. fávitakerfi.
ótrúlegt að við skulum verða annars flokks þegar einhver með tilla er kominn! hálvitakerfi.
Skrifa ummæli