miðvikudagur, 12. september 2007

Fljótfærnin alveg að drepa mig í morgunsárið....

Vaknaði á undan klukkunni í morgun... grenjandi slag út en það er bara hressandi... best að koma sér bara af stað áður en haninn galar... þar sem ég er nú yfirleitt síðust að ná í blaðabunkana mína hafði ég ekki fyrir því að lesa á þá tvo bunka sem biðu.... ég á yfirleitt tvo flest alla morgna nema Mbl sé óvenju þykkur... annar á að innihalda Mbl og hinn Blaðið og svo eitt DV-blað innpakkað .... nema það voru fleiri innpökkuð blöð sem tilheyra öðru hverfi... ææææ blessuð konan verið að flýta sér og bara gleymt þeim hugsaði ég .... sökum slagveðursins ákvað ég að henda þeim í skjól hjá umbanum... reif upp plastið á báðum bunkunum meðan ég blótaði því hvursu ílla þeir pakka blessuðum blöðunum alltaf inn.... í svona slagveðri blotnar alltaf í gegn og lítt spennandi að þurfa setja blaut blöð í lúgur og kassa en hvað um það, uppúr sitthvorum bunkanum komu Mbl og Mbl.... hummm hvar er Blaðið.... andsk.... annar bunkinn tilheyrði öðru hverfi... hugsaði... já hún hefur óvart tekið minn bunka af Blaðinu í staðinn fyrir annan af sínum Mbl, eru jú yfirleitt tveir af Mbl hjá henni... best að bruna og finna kelluna... hvergi sást hún... argh... jæja skítt með það, má ekkert vera að þessu .... rétt komin upp að húsinu hjá umbanum til að henda af mér þessum bunka og innpökkuðu blöðunum í skjól fyrir rigningunni... kemur kellan... hefði ég lesið betur á bunkan hennar hefði ég nátturulega fattað það að blessuð konan var ókomin að sækja sín blöð og ekkert Blað fylgdi með í kaupunum í dag.... sauður ;-)

Engin ummæli: