fimmtudagur, 27. mars 2008

Kvartanir hvað...

verð nú að sinna þeim hvort sem ég er í verkfalli eða ekki... þú vilt það nú ekki kaffikella, þá hefðir þú enga sudoku og Jóna ekkert til að lesa hérna þegar hún á að vera læra... tala nú ekki um þennan nafnlausa ;-) Annars er bara gleði og lítið um raunir.... að frátöldu þessu sjálfboðarstarfi, sjáum hvað setur um þessi mánaðarmót.

Rúllaði í borgina í morgun að hitta geiflumeistarann, þar sem ég sat og beið eftir að komast í stólinn flotta (sko komin með tv græjur) flettandi auglýsingarbæklingum sem lofuðu sól og hita á fjarlægum ströndum hringdi símhræið mitt..... konan á línunni taldi sig vera með gott tilboð fyrir atvinnuleysingjan mig... ég vissi ekki hvort ég ætti að hlægja eða gráta.. ég allavega missti málið.

Staðan er mínus tíu og komin tími á að skella sér í annann gírinn.

5 ummæli:

Kaffikella sagði...

Hvaða rugl var verið að bjóða þér núna?
skúringar á bæjó eða ?

Nafnlaus sagði...

loksins loksins mikið er ég búin að bíða eftir bloggi frá þér og enn er ég nafnlaus eða ég held að ég verði það

Nafnlaus sagði...

vííí...loksins eitthvað að lesa. Á reyndar ekkert að vera að læra núna ;) nú minns kennari daginn út og daginn inn á tveimur stöðum. Fyrst ég stóð daginn í dag get ég ALLT! ;P

ég hefði alveg pottþétt skellihlegið! hoho...

Kv. JKJ

Gleðiraunir sagði...

u u u u u..... hefði nú ekki verið í vandræðum að skúra upp skítin þar .... hafði nú eitt sinn þann starfstitil Ræstingarstjóri ;-)

jújú JKJ... ég græt úr hlátri... hef nebblilega ekki enn fundið málið aftur.... þarf að hrjóta á þessu kosta tilboði... segi ekki meir

Nafnlaus sagði...

Jæja nú ertu búin að hrjóta nokkrar nætur...og daga ;)
Vona að fljótið sé þornað og dömurnar á þurru landi heima við ;P
Koma svo og uppfæra...

kennarinn