föstudagur, 9. mars 2007

Hvað leggur maður ekki sig

Hringdi ungur herramaður í vikunni og bauð til veislu, ég svitnaði, ég gleymi aldrei augnaráðinu sem hann sendi mér eftir að hafa rúllað augunum upp og niður eftir mér með þvílíkum vanþóknunarsvip daginn sem hann sá mig fyrst og þá aðeins rétt rúmleg tveggja ára gamall. Ég var ekki álitleg og hvað þá að voga mér í höll frændans. Fór í þvílíka bjútíuppherslu á sjálfri mér í gær í tilefni veislu unga herrans að meira segja kallinn tók eftir því.

Mér líður aftur eins og hjúmanbín ;-)

5 ummæli:

Kaffikella sagði...

Eins gott hjá þér, þetta er kröfuharður drengur sem bauð til veislu!

Kaffikella sagði...

Eins gott hjá þér, þetta er kröfuharður drengur sem bauð til veislu!

Nafnlaus sagði...

Ég get svo svarið að ég vissi um leið hver umræddur drengur er.

Gleðiraunir sagði...

hann fær mig til að tippla á tánum

Nafnlaus sagði...

Ég fékk nú bara að kynnast afturendanum á honum í fyrsta sinn sem við hittumst ;)