Var með bóndann á öðru eyranu þegar ég heyri þetta ógeðslega suð ... ekki í honum nei það var komin geitungur í eldhúsið mitt... ég hata þá. Það var annaðhvort að flýja heimilið eða drepa helvítið því bóndinn neitaði að koma heim og drepa þetta... kvatti mig með ráðum og dáðum svo vopnuð mogganum með gæsahúð frá hvirli til ilja, slammaði ég viðbjóðinn með tilheyrandi píkuskræk, skellti svo glasi yfir... bóndinn fær að koma líkinu fyrir. Rétt svo að hjartað væri að jafna sig.... ANNAR sveimandi kringum höfuðið á yngri dótturinni þarsem hún var að gæða sér á banana.... sá flaug svo snarvitlaus út um alla stofu... en var svo á endanum svo viti borinn að fá sér pásu í glugganum og slammm..... glas bíður bóndans þar líka. Hér áður hefði ég einfaldlega yfirgefið heimilið uns einhver annar hefði komið þessum kvikindum fyrir.
Það eru stórir grænir og svartir ormar sem skríða hér um í garðinum mínum... eldri dóttirin veit hvað skal gera við þá.... jú stíga á þá og jakk ..... slumm út um allt.
Sé ekki bara komin tími á frost og sonnna ;-)
miðvikudagur, 22. ágúst 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli