Annað hvort er geitungbú inní húsinu mínu eða gat á því. Það liðu ekki nema nokkrar mínútur eftir síðustu færslu þá heyrist í þeirri eldri fram í eldhúsi... farðu þarna fluga og mamma þessi í glasinu er ekki dauð.... mogginn í hendina og slammm... þriðja glasið bíður.
6 ummæli:
mikið vildi ég vera á staðnum og sjá þessar aðferðir þínar :)
þú hefðir pissað í þig ..... ;-)
Rosalega er ég stolt af þér kona! Bara í því að skella glösum á hvolf...
susss... nakin með handklæði eitt að vopni stóð ég frammi fyrir einum áðan... hann tróð sér í gegnum smá gat á gardínunni inná baði... greyið skelfdist við þessa sjón og fór sömu leið og hann kom ;-)
Sko fyrst datt mér í hug að segja að ég vildi að ég hefði verið fluga á veggnum...en þar sem Gróa geitungabani er á ferð er víst best að koma bara í eigin persónu ;-) Annars gæti maður endað undir glasi á hvolfi og ómögulegt að vita hvað biði manns eftir það 8-)
Mamma segir að þú eigir nú bara að setja handklæði yfir þá, kreista, opna dyrnar (samt sniðugt að gera það fyrst, nema ef fleiri geitungar kæmu þá inn) og henda honum út ;-) En þá yrði kannski garðurinn fullur af handklæðum :P
Verður þá bara að líta á björtu hliðarnar, hefur þá ástæðu til þess að fara í verslunarferð í þína heittelskuðu smáralind :-)
frændi þinn myndi nú örugglega sleppa þér undan glasinu ;-)
hann þurfti að fjarlægja cyprustréið úr horninu hjá forstofudyrunum í morgun.... þá bjó þar orðið eitt stykki.... gar ekki fengið mér ferskt loft í ró og næði fyrir honum
HANDKLÆÐI..... bráááluðððð myndi sko ekki þurrkar mér með þeim þó ég syði þau sjö sinnum ;o
þér að segja Jóna mín... þarf aldrei ástæðu ;-) hehe
Skrifa ummæli