þriðjudagur, 7. ágúst 2007

Bévítans drasl.....

full kerra á haugana úr bílskúrnum í dag.... ekki sú fyrsta sem farin hefur verið... ennnnnn fullur bílskúr af DRASLI og innan um það liggur dót undir skemmdum því það er ekkert pláss fyrir gömlu drasli sem má ekki henda... eða koma í einhverja nýtingu... t.d. ónýtir skór.... jú hann segist fara í þá annað slagið..... flísaafgangar..... kamína... hún liggur undir skemmdum.... hillur.... ein frá mér... ein frá honum ... þær eru að hrinja undan drasli... fermingarskrifborðið.... dekk af hvíta Subaranum - Tótu .... gætu notast... baðkar... kom í geymslu í einn mánuð eða tvo.... síðan eru liðnir margir... föt .... sem ENGIN á eftir að fara í ....kassar fullir af myndaalbúmum... gestabókum... sameign þeirra systkina sem hann tók að sér að geyma... tveir slíkir voru rétt lentir í kerrunni....hann hélt ég ætti þá .... en meðvirknin með þessu rugli kom í veg fyrir það... vissulega er gott og nauðsynlegt að geyma ýmisslegt... en hafa þá eitthvað skipulag á því.... eina sem er allt á sama stað er jóladótið.... annað er eins og hráviði út um allt.... ef ég þarf að finna eitthvað í skúrnum .... þá veit hann hvar það er.... gassss... það þarf að forrita ferkantað skipulag í manninn.... ekki misskilja mig samt... gamalt er líka gott og gilt... en fáránlegt ef það er látið liggja ár eftir ár.... safna í sig vondri lykt og það gætu jú komið pöddur.... það fannst líka ýmislegt í dag sem ég hélt að ég væri búin að henda.... kertastjakarnir mínir fínu.... komnir inn og á leið upp á vegg... Pési, Kalli og Simbi, gömlu bangsarnir hans sonar míns hafa nú endurlífgað lífdaga sína.... þvottavélin og svo kúrudýr dætra minna.

Í kerrunni var... gamli ísskápurinn minn....gamla sjónvarpið mitt.... leyfarnar af gamla sjónvarpsskápnum mínum.... legokubbar og annað dót sonar míns.... baðskiptiborðið sem eyðilagðist í bílskúrnum..... ásamt almennu rusli.

Gamla kaffikannan úr sveitinni fór í kerrunni.... vona að hún hafi endað í gámnum.

Einu skiptin sem hriktir í stoðum hjónabandsins er þegar minnst er á þetta helvítis drasl í bílskúrnum.... við lýtum ekki sömu augum á hvað er drasl og hvað eru minjar sem geyma þarf. Talandi um minjar.... einhver af ykkur þrem lesendum sem langar í Ísfólksbækurnar.... já og þrekstiga ;-)

Rosalega er gott að losa hér út... amma sonar míns sagði eitt sinn þegar ég bjó á neðri hæðinni hjá henni 1990.... það fljúgja alltaf sápukúlurnar hjá þér .... kom ekki til af góðu að ég skúraði tvisvar á dag...ég bjó jú með pöddum ... föðurnum og klóakpöddum.... ég þurfti að flytja út með soninn ... þá hrökk skilningurinn í gang og gert var við skemmdirnar sem olli þessu.... stuttu síðar yfirgaf ég svo pöddunarnar alveg... hef haft PÖDDUFÓBÍU síðan...ég vildi að ég hefði enn þá orku sem ég hafði þá.... þó svo hugurinn fari reglulega af stað... það er ekki einu sinni froða sem kemur í dag.

Kökkurinn er fastur í hálsinum og tárin fljóta í laumi.... hefur komið þennan dag síðustu ár og kemur aftur að ári.

2 ummæli:

Kaffikella sagði...

líður þér illa þessa dagana dúllan mín?

Þú þarft að komast í annað umhverfi í einhvern tíma... það er gott kóka kóla í dalnum!

Gleðiraunir sagði...

ekki svo ... bara nett pirruð í klukkutíma eða svo soooo góð ;-)

já stefni að því... ef þú bara vissir ;-) kem í næstu viku