þriðjudagur, 28. ágúst 2007

Sjaldan fellur eplið....

Nokkuð ljóst að sumir missa teinið sama hvernig dómur fer... sá fyrir því sunnudag síðasta. "Ég verð að fara að hætta þessu" stundi drengurinn ... finnst eins og ég hafi sagt þessa setningu sjálf oft síðustu árin... þegar ég er spurð út í fríska loftið. Spurning hvenar við stöndum við það bæði tvö.

fimmtudagur, 23. ágúst 2007

Ekki benda á mig....

Fór í fyrst sinn inn í dómsal í gær... ekki var þó dæmt í málinu... því ákærði stóð í kokinu á þeim dómara og ákæranda... búið að skipa verjanda fyrir ákærða... mætum aftur í september... ákærði stóð sig vel... játaði á sig brotið... en fór framá nánari athugun hraðatakmarkana þar sem hann braut af sér... sat fastur á sínu.
Ákærandi var áberandi fúll og dónalegur... dómarinn var að vinna sína vinnu fagmannlega... saknaði þó að sjá ekki gráu kolluna ;-)

miðvikudagur, 22. ágúst 2007

ÖFLUG

Annað hvort er geitungbú inní húsinu mínu eða gat á því. Það liðu ekki nema nokkrar mínútur eftir síðustu færslu þá heyrist í þeirri eldri fram í eldhúsi... farðu þarna fluga og mamma þessi í glasinu er ekki dauð.... mogginn í hendina og slammm... þriðja glasið bíður.

Hetja.... það er ég

Var með bóndann á öðru eyranu þegar ég heyri þetta ógeðslega suð ... ekki í honum nei það var komin geitungur í eldhúsið mitt... ég hata þá. Það var annaðhvort að flýja heimilið eða drepa helvítið því bóndinn neitaði að koma heim og drepa þetta... kvatti mig með ráðum og dáðum svo vopnuð mogganum með gæsahúð frá hvirli til ilja, slammaði ég viðbjóðinn með tilheyrandi píkuskræk, skellti svo glasi yfir... bóndinn fær að koma líkinu fyrir. Rétt svo að hjartað væri að jafna sig.... ANNAR sveimandi kringum höfuðið á yngri dótturinni þarsem hún var að gæða sér á banana.... sá flaug svo snarvitlaus út um alla stofu... en var svo á endanum svo viti borinn að fá sér pásu í glugganum og slammm..... glas bíður bóndans þar líka. Hér áður hefði ég einfaldlega yfirgefið heimilið uns einhver annar hefði komið þessum kvikindum fyrir.

Það eru stórir grænir og svartir ormar sem skríða hér um í garðinum mínum... eldri dóttirin veit hvað skal gera við þá.... jú stíga á þá og jakk ..... slumm út um allt.

Sé ekki bara komin tími á frost og sonnna ;-)

miðvikudagur, 15. ágúst 2007

Fersk og fín..

það sem klipp-stríp-lit og plokk getur gert .... yngri dóttirinn kallaði mamma um leið og ég opnaði dyrnar, varð svo ein augu með vísifingur á loft, mállaus um stund en svo kom.... mamma VÁ!!! ég er fegurðardrottning ....

þriðjudagur, 7. ágúst 2007

Bévítans drasl.....

full kerra á haugana úr bílskúrnum í dag.... ekki sú fyrsta sem farin hefur verið... ennnnnn fullur bílskúr af DRASLI og innan um það liggur dót undir skemmdum því það er ekkert pláss fyrir gömlu drasli sem má ekki henda... eða koma í einhverja nýtingu... t.d. ónýtir skór.... jú hann segist fara í þá annað slagið..... flísaafgangar..... kamína... hún liggur undir skemmdum.... hillur.... ein frá mér... ein frá honum ... þær eru að hrinja undan drasli... fermingarskrifborðið.... dekk af hvíta Subaranum - Tótu .... gætu notast... baðkar... kom í geymslu í einn mánuð eða tvo.... síðan eru liðnir margir... föt .... sem ENGIN á eftir að fara í ....kassar fullir af myndaalbúmum... gestabókum... sameign þeirra systkina sem hann tók að sér að geyma... tveir slíkir voru rétt lentir í kerrunni....hann hélt ég ætti þá .... en meðvirknin með þessu rugli kom í veg fyrir það... vissulega er gott og nauðsynlegt að geyma ýmisslegt... en hafa þá eitthvað skipulag á því.... eina sem er allt á sama stað er jóladótið.... annað er eins og hráviði út um allt.... ef ég þarf að finna eitthvað í skúrnum .... þá veit hann hvar það er.... gassss... það þarf að forrita ferkantað skipulag í manninn.... ekki misskilja mig samt... gamalt er líka gott og gilt... en fáránlegt ef það er látið liggja ár eftir ár.... safna í sig vondri lykt og það gætu jú komið pöddur.... það fannst líka ýmislegt í dag sem ég hélt að ég væri búin að henda.... kertastjakarnir mínir fínu.... komnir inn og á leið upp á vegg... Pési, Kalli og Simbi, gömlu bangsarnir hans sonar míns hafa nú endurlífgað lífdaga sína.... þvottavélin og svo kúrudýr dætra minna.

Í kerrunni var... gamli ísskápurinn minn....gamla sjónvarpið mitt.... leyfarnar af gamla sjónvarpsskápnum mínum.... legokubbar og annað dót sonar míns.... baðskiptiborðið sem eyðilagðist í bílskúrnum..... ásamt almennu rusli.

Gamla kaffikannan úr sveitinni fór í kerrunni.... vona að hún hafi endað í gámnum.

Einu skiptin sem hriktir í stoðum hjónabandsins er þegar minnst er á þetta helvítis drasl í bílskúrnum.... við lýtum ekki sömu augum á hvað er drasl og hvað eru minjar sem geyma þarf. Talandi um minjar.... einhver af ykkur þrem lesendum sem langar í Ísfólksbækurnar.... já og þrekstiga ;-)

Rosalega er gott að losa hér út... amma sonar míns sagði eitt sinn þegar ég bjó á neðri hæðinni hjá henni 1990.... það fljúgja alltaf sápukúlurnar hjá þér .... kom ekki til af góðu að ég skúraði tvisvar á dag...ég bjó jú með pöddum ... föðurnum og klóakpöddum.... ég þurfti að flytja út með soninn ... þá hrökk skilningurinn í gang og gert var við skemmdirnar sem olli þessu.... stuttu síðar yfirgaf ég svo pöddunarnar alveg... hef haft PÖDDUFÓBÍU síðan...ég vildi að ég hefði enn þá orku sem ég hafði þá.... þó svo hugurinn fari reglulega af stað... það er ekki einu sinni froða sem kemur í dag.

Kökkurinn er fastur í hálsinum og tárin fljóta í laumi.... hefur komið þennan dag síðustu ár og kemur aftur að ári.

sunnudagur, 5. ágúst 2007

Sólin skín enn.....

það fittar lítt að hafa rok með henni... ekki rétt samloka það.

Fékk sms... hver var að ljúga að þér !! .... var með brýrnar upp í hársverði... þá hringdi síminn.... sú sama á ferð.... hver var að ljúga að þér.... held hún hafi verið að spá í hvern hún ætti að lemja..... eins gott að hún lemji ekki þennan viðkomandi.... þá ætti ég ekki aur.

Langar að breyta til í garðinum mínum.... eða á maður bara að byrja upp á nýtt !!

ringluð

miðvikudagur, 1. ágúst 2007

Sól sól sól sól

yndislegt fyrirbæri ;-)

Skemmtileg þessi mánaðarmót og já líka sorgleg.

Þoli ekki þegar það er logið upp í opið geðið á mér en hvað er ég pirra mig á því.... viðkomandi er jú sjálfum sér verstur.

Er með valkvíða.... þarf að fara velja mér flísar á milli innréttingarinnar í eldhúsinu.... langar í mosaík.... með grænu ívafi.... eða bara hvítar... eða ekki mosaík.... á ég að flísaleggja eldhúskrókinn líka.... þetta á eftir að taka tímana tvo.

uppgefin