þriðjudagur, 11. september 2007
Það er DALÚN dagur í dag...
Fyrir 2 árum var þetta mikill gleðidagur, yngri dóttirinn fékk nafnið sitt. Vaknaði morguninn eftir þvílíkt kvalinn í vömbinni... viss um að ég væri komin með kökueitrun. Fyrir miðnætti var ég svo komin rænulaus á skurðarborðið... ég var sprungin. Botnlanganum fátækari fór ég heim þremur sólarhringum síðar samt enn drulluveik með hita og þvílíka verki... sögðu það bara tak í síðunni eftir spítalarúminn. Þremur sólarhringum síðar var ég aftur komin í spítalarúmið... spítalarúmin gefa manni víst lungnabólgu. Þremur sólarhringum síðar fór ég heim með verk í hjartanu og kvíða í kollinum.... fékk það líka í spítalarúminu í formi sms-skeytis.... stór hættuleg þessi spítalarúm. Eitt sem ég gleymi aldrei var þegar bóndinn var að rífa mig úr brjóstarhaldaranum og taka af mér giftingarhringinn... í morfínsvímunni hélt ég að nú væri ég að drepast... hann kæmi ekki hringnum af með sápu í dag svo sokkinn er hann.... því það eru ekki bara liðin 2 ár... heldur er ég 20 kg ríkari.... segi það og skrifa það. Í 2 ár hef ég verið syndandi í mínum eigin heimi í spikinu.... algjörlega flöt í kollinum... nú eru komnir 3 mánuðir án bleiku taflnana... svo kollurinn er orðin fínn og komin tími á MIG.... hef enga afsökun lengur... ég ætla verða fátæk... af spiki.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
ekki byrja fyrr en ég er búin að koma í rúllutertubrauðið :)
too late... er byrjuð en það stoppar ekkert rúlluandi - tertubrauðið ;-)
Skrifa ummæli