þriðjudagur, 2. október 2007

Hælspori

Búin að vera íllt í hælnum á vinstri fæti í nokkra mánuði en alltaf hugsað... þetta lagast. Drullaðist til læknis í síðustu viku sem sendi mig í röntgenmyndatöku... hringdi svo í hann í dag til að fá niðustöðuna... já þú... þú ert með beinspora sagði hann... HVAÐ ER NÚ ÞAÐ... eitthvað bein sem myndast við sinar sem liggja á milli tásla og hæls .... eitthvað svoleiðis. OG hvað á ég bara að vera svona ??? .... neiiii byrjum á að fara til sjúkraþjálfara.... bólgueyðandi.... kannski sprautu í hælinn.... eða skera í hælinn.... innlegg í skó.... vera í góðum skóm.... hann sagði það ekki en ég hefði sagt það.... ÉTTU ÞIG .... nei LÉTTU ÞIG!!!!

Henti mér í tölvuna og gúgglaði þetta málefni BEINSPORI.... kom ekkert. Ok fór og sótti skvísurnar með viðkomu á pósthúsinu... sú eldri var að fá skóna sína frá Stoð. Mútta kom svo hér seinnipartinn... var nú ekki lengi að kveikja.... já hann er að meina HÆLSPORI. Og það var gúgglað og komst ég þar með að ýmsu.... t.d. "Orsakir hælspora eru of mikið álag á fótinn og oftast er um að ræða miðaldra, of þunga einstaklinga eða þá sem stunda erfiðar íþróttir!.... jújú ég er of þung og nálgast það að verða miðaldra... ekki skal sagt mikið með íþróttirnar ;-) "Fóturinn er eins og spenntur bogi þannig að maður stendur aðallega í hæl og tær. Það sem heldur boganum uppi er sinabreiða sem festist í tærnar að framan og hælbeinið að aftan. Í hvert skipti sem maður stígur í fótinn kemur álag á hælinn sem getur verið allt að því tuttuguföld líkamsþyngdin.".... hólýmólý.... 20 X ... = vóóóó.... líka langt síðan ég tók eftir því að ég slít bara alltaf öðrum skónum ....


"Þetta álag dempast af fitupúða sem er undir hælbeininu og áðurnefndri sinabreiðu. Við langvarandi mikið eða rangt álag á fótinn geta orðið skemmdir á sinabreiðunni og festingu hennar á hælbeinið. Þessar skemmdir geta verið á formi tognunar, smásprungna og að lokum beinmyndunar í sininni þar sem hún festist í hælbeinið. Þarna getur myndast lítið beinhorn sem kallast hælspori. Einstaka sinnum finnst hælspori fyrir tilviljun án þess að hafa valdið óþægindum en oftast veldur hann óþægindum sem geta verið mjög mikil. Þessi óþægindi lagast í hvíld en þau eru vanalega mest á morgnana þegar farið er á fætur. Ef þrýst er undir hælinn er það mjög sárt." ... það var málið.... það var orðið svo djö.... vont að druslast framúr.... afhverju í andskotanum drullast mar aldrei fyrr en allt er komið í rugl til læknis.... svipað og ég er að gera með hnéið á hægri fæti.... fer öruggleg ekki fyrr en ég enda á slysó og geng út með löppina í gifsi frá ökla upp í nára eins og hér um árið í gamla góða Linda ....

Eins gott að drulla þessum tugum kílóa af og í ræktina með mann.... FÍFL getur maður verið að fara svona með sjálfa sig.

Kveðjur á Réttó til konunar með hnéið....nýskorið og fínt.... KNÚS Í HÚS ... mundu að HLÝÐA ;-) ... hún er ein af þeim sem les .... en kann ekki að kvitta ;-)

FLOTT FERTUG.... koma svo ;-)

Engin ummæli: