miðvikudagur, 19. desember 2007

Tvo daga í röð....

að sofa yfir sig er einum of mikið. Vaknaði við pípið í símanum hjá bóndanum á slaginu sjö... andsk... pirraði fleiri en sjálfa mig... ein bauð mér GÓÐANN DAGINN með mikilli áherlsu ;-) ...... annar stóð á tröppunum með þandan kassann "blaðið kemur orðið of seint á hverju degi" já á hverjum degi í gær og í dag ... "þetta fer nú bara að verða hádegisblað, segðu mér.. afhverju er það að koma svona seint" nú af því ég sef yfir mig, rétti honum blaðið brosandi og labbaði í burtu... æ það er óskandi að hann jafni geðið fyrir hádegi ;-)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

sko ef maður gerir eitthvað svona af sér...eins og að sofa yfir sig... þá bara brosa nógu mikið vegna þess að ef maður brosir framan í eitthvern þá undantekningarlaust brosir hann til baka...annars er hann bara...fífl


kv.JKJ

Kaffikella sagði...

Mér er alveg sama þó blaðið mitt sé hádegisblað... er hvort sem er sofandi þangað til ;o)

mæli með að þú sleppir að setja blað hjá fýlukallinum! það fær hann blaðið ekki of seint hehehe

Gleðiraunir sagði...

æ þá væri komin niður á hans plan en ég held að ég þurfi ekkert að taka það fram að hver fékk blautasta blaðið í morgun múhahaha.....