þriðjudagur, 18. desember 2007

Dómurinn fallinn...

svaf yfir mig í morgun... djö... fer það í skapið á mér, heilinn fer á flug af pirringi.... á meðan ég þræddi á milli húsa á öðru hundraðinu rifjaðist upp fyrir mér einn starfsmaður sem var í vinnu hjá mér þegar ég vann sem ræstingarstjóri með um 20 fyrirtæki og rúmlega 50 manns í vinnu sem sáu um að þrífa upp skítinn ;-) Blessuð konan var frekar neikvæð persóna, við vorum tveir stjórarnir sem höfðum hana í 4 stykkjum eins og það var kallað, nema hvað ég fæ kvörtun um að það hafi ekki verið þrifið í heila viku í einu stykkinu en síðan hafði konan mætt og spurt viðkomandi tengil hvort hann hefði ekki tekið eftir því að skrifstofurnar hefðu ekki verið þrifnar í viku.... og lét hann síðan vita að hún væri svo ósátt við launin sín að hún hefði bara ákveðið að að þrífa ekki.... viðkomandi tengill froðufelldi (hefur sennilega skellt í sig klósetthreinsinum óvart) þegar ég mætti á svæðið .... hún þreif ekki aftur á viðkomandi stað ;-) þessi minning skaust semsagt fram í kollinn, í mínum eigin pirring yfir því að hafa sofið yfir mig og já ekki búin að fá borguð launin ennn og komin er fram yfir miðjan mánuð...... ARGH ... ef ég væri eitthvað lík blessaðri konunni þá myndi ég ekki bera út næstu viku heldur henda blöðunum í næstu ruslatunnu .... hahahahahaha

Já eins og fyrirsögnin segir þá er Dómur fallinn í máli drengsins ;-)

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

...og hvað???
Kv. Jóna

Nafnlaus sagði...

réttlátur dómur því það er broskall, ekki fýlukall

Gleðiraunir sagði...

og hvað Jóna ??? .... farðu að baka köku handa mér ;-)

nafnlaus .... réttlátt?? bæði og ;-)

Nafnlaus sagði...

þar sem þú ert að koma í heimsókn á afmælisdaginn minn þá heimta ég náttla klárlega pakka og köku..annars er ekkert víst að ég hleypi þér inn ;) hahaha...

Gleðiraunir sagði...

Sko!! þú bakar náttúrulega köku handa mér og svo kem ég bara inn klósettmegin OK ;-)

Nafnlaus sagði...

Kannski ég strjúki mömmu ;P
Sorry..en ekki lengur hægt að koma þeim megin, þeir eru búnir að negla í götin :o)