laugardagur, 17. febrúar 2007
Húsið..
mitt er hreint! já loksins mætti skúringarkonan á svæðið, kófsveitt skreið hún á hnjánum og skrúbbaði hvern fermeterin af öðrum. Ég ætla að njóta þess að horfa á Júróslefvisjón með kertaljós og KÓK í mínum eigin sófa á meðan aðrir flýja land til að klæðast gullgalla og syngja um Húsin sem hafa augu. Í mínu þorpi hafa þau það og stærri eyru en Eyrnastór.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
sendiru ekki skúringamanneskjuna heim til mín líka svo allt sé hreint þegar ég kem heim frá Englandinu ?
ég naut þess líka að horfa á júróvísíón en ekki úr mínum sófa að vísu.
Eiríkur rokkaði feitt! við vinkonurnar vorum dauðfegnar að Friðrik Ómar skildi ekki vinna þetta. Vorum þó sammála um að við hefðum átt að senda Silvíu Nótt aftur!
Vona að ælan sé búin hjá ykkur, mikið vorkenndi ég þvottavélinni þinni!
nei henni var svo ofboðið að hún snarspólaði útúr þorpinu
Það hefur veitt á eitthvað að ég skildi þrífa sigtið á henni á fimmtudag ;-) en skítaælupestin réðst á mig aftur í nótt, djö.... viðbjóður, svo er bóndinn lagstur líka, ég hef ekki borðað súkkulaði í 3 daga ;o
ég þarf sem sagt að kaupa xtra mikið af M&M handa þér!
annars er ég búin að smakka besta súkkulaði ever hér í Englandinu! spurning hvort ég kemst með svoleiðis óétið heim til að gefa þér að smakka!
Soft caramel bar frá Sainsbury's það er ÆÐI!!!
þú rétt ræður hvort þú vogir þér að ögra manni með hot súkkulaðismjatti í orðum og verður svo með sleftaumana niður á brjóstum þegar þú kemur í mOGm kaffi-KELLING
Skrifa ummæli