mánudagur, 29. janúar 2007

FLOTTA GRÆNA HÚSIÐ

Í rigningarsudda hélt ég af stað í morgun korteri á eftir áætlun, beið mín ekki kona í einum dyrunum og fór bara á spjallið í býtið. ERTU HÉÐAN ÚR ÞORPINU!! Ég líka aðfluttur andskoti. HVAÐA BÖRN ÁTTU!! ó hann, hann er svo æðislegur. HVAÐ HEITIR ÞÚ!! ó ertu ein af þeim. HVAR BÝRÐU!! ó í flotta græna húsinu, það er svo flott. Hurru já hún bað mig líka um að taka af mér húfuna svo hún sæi mig betur (rauðhetta og úlfurinn) Eftir þessa yfirheyrslu hélt ég áfram, thí dog beið mín við lúguna, hahaha ég er viss um að hann étur blaðið, bévítans læti í einum hundi. Brunaði yfir í næsta botnlanga og þar á eftir mér kom ein fersk heim eftir ræktina og þegar hún var að hoppa útúr bílnum kom ég röltandi og bauð GÓÐANN DAGINN og sjittt ég hélt eitt lítið augnablik að ég þyrfti að fara í hjartahnoð :-o

5 ummæli:

Kaffikella sagði...

Forvitni er þetta í þessu fólki, rétt hjá þér að drepa nágranna úr hjartaáfalli... það fækkar alla vega áskrifendum.
Þú ert skaðræðiskvendi!

Gleðiraunir sagði...

engill í mannsmynd, það er ég ;-)

Kaffikella sagði...

hvaða helv. leti er þetta kona, það hlýtur að vera eitthvað í gangi á morgnanna - yfirheyrslur eða eh.
hlakka til að vita hvern þú ætlar að drepa næst!
eins gott að ég er ekki áskrifandi af mogganum!

Gleðiraunir sagði...

hei ég get ekkert við gert að fólk sé svona taugaveiklað hérna ;-)

Nafnlaus sagði...

Sjaldséðir góðir pennar hehe lov u