laugardagur, 20. janúar 2007
Skelfileg sýn
Skrölti á lappir rúmlega 6 og út í frostið. Rétt lögð af stað þá blasti við mér fullt af bláum blikkandi ljósum. ALMÁTTUGUR það var eitt stykki hús að brenna, akkúrat húsið þarsem blaðinu er hent fyrir utan, svo ekki komast ég akandi heldur þurfti að fara krókaleiðir klofandi í sköflum. Með hökuna niður á bringu af þeirri skelfilegu sjón sem við mér blasti dröslaði ég búnkunum sömu leið til baka, sveið í puttana af böndunum sem halda búnkunum saman. Mætti konu sem sagði mér að sem betur fer væri húsið mannlaust svo engan sakaði. Fór að bera út í þeim götum sem ekki voru lokaðar og mætti einu smá hundkvikindi geltandi af hræðslu held barasta með löggumann á hælunum sem var að reyna ná honum. Kom heim svoleiðis angandi svo það var ekkert annað að gera en að strippa, henda fötunum í þvottavélina og undir sturtuna. Vakti dömurnar og skoppuðum við í Íþróttaskólann og kláruðum svo að koma blaðinu í brunagötuna, þvílík gleði hjá löggumönnunum sem húktu í bílnum á verðinum þegar ég gaf þeim eitt stykki blað. Hrikaleg sjón að sjá brunnið húsið, ekkert heilt, hræðilegt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
já ljóti andskotinn.
maður er bara fegin að húsið var mannlaust og hægt var að koma nágrönnum út.
Skrifa ummæli