Mættum í Dómsalinn í gær, byrjuðum á að horfa á upptöku af meintu broti þar sem bíll sést koma akandi og annar strax á eftir honum..... það er Tóta ;-) löggan skýtur (í sig)og tekur u-beygju á eftir þeim.... fyrri bíllinn sést bremsa sig niður og Tóta svífur framúr en byrjar strax að bremsa og aka úti í kant. Löggan bankar uppá og drengurinn yfir í bílinn hjá þeim.... þar sem hann svarar þeim skilmerkilega öllum þeim spurningum sem hann var spurður, það heyrist vel þegar þeir tala sín á milli þessi vafi sem málið snýst um, hver sé hraðatakmörkin á viðkomandi vegi.... ER ÞAÐ 50 EÐA 70 ?? Meðalannars heyrist þegar löggan hringir inn á stöð og talar við varðstjórann um hvort hann eigi að koma með drenginn niður á stöð.. varðstjórinn spyr hvort viðkomandi sé að spá í bráðabirgða sviftingu... já segir löggan þá EÐA Á ÉG AÐ SETJA 70 Á ÞETTA ? .... varðstjórinn svarar á þá leið.... JAA ... FÓLK ER AÐ KEYRA HRATT ÞARNA .... LÁTUM ÞETTA BARA FARA Í GEGNUM DÓMSKERFIÐ... að endingu er drengurinn kvaddur með þeim orðum.... þú mátt eiga von á hárri sekt og jafnvel sviftingu í þrjá mánuði. Svoldið skondið að sjá Tótu sem er nú bara brotajárn í dag... snifff.... og drenginn sem situr í keng í aftursætinu og biður bænirnar sínar enda fyrsta skiptið sem tekinn er. Dómarinn sagði "þú ert kurteis þarna í bílnum hjá þeim" mér fannst ekki leiðinlegt að heyra það að hún skildi taka eftir því og hafa orð á því við drenginn ;-) En með framkomu löggunar við drenginn í bílnum .... jú annar var töffari en hin normal.
Svo hófst rullann.... tekin var hljóðrituð skýrsla af drengnum... báðar löggurnar voru mættar til að bera vitni.... töffarinn kom inn fyrst... varð hálf fúll þegar lögfræðingurinn spurði hann hvort hann væri nú með próf á ratarann ;-) .... normal kom síðan... þeir sosem svöruðu sínum spurning sómasamlega... og voru alveg með það á hreinu í gær að þarna hefði verið 50 á umræddum tíma... það var greinilegt að þeir vissu ekki að við vorum búin að horfa á upptöku af því samtali ... normal hálfbrá þegar honum var sagt það og hafði svo skemmtilega skýringu á því afhverju hann hafði hringt.... ;-) Vorum síðan send fram í fimm mínútur... Síðan var komið að ákæranda skoffíninu.... blablaði þetta fram og aftur....sá alveg harður á því að drengur skuli fá hámarkssekt og sviftingu í þrjá mánuði. Lögfræðingurinn er skondin og skemmtilegur kall sem virkilega gaman er að hlusta á ..... benti réttilega á að þessi upptaka sannaði ekki neitt... hann hefði beðið um gögn sem sönnuð hver leyfilegur hámarkshraði hefði verið umrætt kvöld á þessum vegi. Mar sá hverning seig í SKOFFÍNIÐ.... sem endaði á því að koma aftur upp og tönglaðist á sínu máli og já fór EKKI með rétt mál að hluta til með hvað drengurinn hafði sagt.... því tók sem betur fer lögfræðingurinn eftir og lét í sér heyra. Drengurinn hefur sagt satt og rétt frá, frá upphafi, játað að hafa ekið bílnum og á þessum hraða en fór semsagt framá athugun á hraðatakmörkunum á viðkomandi vegi... lögfræðingurinn hafði á orði að drengurinn hefði verið trúverðugur frá byrjun og upptakan sannar það þó að hin eiginlega krafa um sönnun á hraðatakmörkunum liggi ekki fyrir, eigi drengurinn að njóta vafans og fá lágmarks sekt og sleppa við sviftingu. Eftir 70 mínútur í salnum er þetta nú í höndum dómarans og hefur hún þrjár vikur til þess.... PUNKTUR.
Ég hef verið tekin nokkrum sinnum fyrir ofhraðan akstur... ekkert stór alvarlega sosem en ég keyri þokkalega löglega í dag ;-) Ég hef lent í 11 árekstrum af ýmsu tagi...tveim bílveltum ... í öll skiptin sem farþegi.... enda leið mér orðið sem einhverri óheilla kráku...er hrikalega bílhrædd með öðrum en treysti sjálfri mér.... ENNÞÁ ;-) Tvö eru verst í minninu og skilja eftir sig mestu hræðsluna... þegar veghefill rústaði bílnum sem ég var farþegi í útaf uppá háheiði fyrir vestan.. ég svitna í lófunum og hjartað pumpar hraðar þegar ég þarf að taka framúr stórum bílum... rútum, trailerum og slíkum stórum farartækjum... líður þó alltaf verst ef ég er í farþegasætinu. Hitt er þegar útúr ölvaður og dópaður einstaklingur ók beint framaná bíl sem ég var semsagt líka farþegi í .... það situr rosalega fast.... það er ein af martröðunum t.d. að keyra á milli í bæinn ... stöðugt að fylgjast með umferðinni á móti þó svo þetta hafi gerst á gömlu Skúlagötunni sem er Sæbrautin í dag. Eina skiptið sem ég sat sjálf undir stýri var þegar ein á LÖDU, búin að hafa prófið í fimm daga skellti sér aftan á mig á rauðu ljósi.... síðan eru liðin mööörg ár, já alveg 11 ár ;-) Það tekur pínu á taugarnar að vita af drengnum sínu í umferðinni.... hann er búin að lenda í ýmsu þetta ár.... missa stjórn Tótu í hálku, enda útaf.... keyra of hratt... TVISVAR búið að nappa kauða.... klessukeyra Tótu... sofna undir stýri.... enda útaf. Ég held áfram að tuða og vona það besta... innst inn hlustar hann á mömmu sín ;-)
fimmtudagur, 29. nóvember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
bwahahahaha!
ég pant fá að koma með næst ;o)
NÆST!!!!!!!!!!!!
Sjitturinn titturinn vona að það komi nú ekki til þess.... þó veit maður aldrei... fékk símtal í vikunni sem ég kættist nú ekki yfir
Skrifa ummæli