miðvikudagur, 11. apríl 2007
Flott fertug
fyrir langa löngu eða sumarið 99 hrundi kroppurinn minn, emjandi - grenjandi lá ég eða skreið um í þrjá mánuði, á sjúkraþjálfunarbekknum lá ég í heilt ár og á endanum fékk ég nóg og skellti mér í einkaþjálfun sem skilaði frábærum árangri, eftir margra mánaða puð var kroppurinn orðin massaður af vöðvum og var það þartil að eldri dóttirin fæddist, þá fitnaði kroppurinn og slaknaði á vöðvabúntunum. Á sjúkraþjálfunarbekkinn fór kroppurinn aftur. Yngri dóttirin gerði sitt besta í hellinum í að hjálpa kroppnum, sixpakkið undir kúlunni efldist eftir því sem ég ældi meira, bein brotnuðu og kílóunum fækkaði. Hún kom svo agnarsmá í heiminn og kroppurinn minn fór í fyrra horf. Botnlanginn sprakk og kílóin sjöttnuð í smá stund en heilsan fór í lag og kroppurinn blómstraði sem aldrei fyrr af spiki. Á sjúkraþjálfunarbekkinn fór kroppurinn enn og aftur. Vöðvabúntin eru engin, nóg er af fastri fitu og styttist í fertugt. ÞETTA GENGUR EKKI LENGUR. Eftir raunir gærdagsins þá hefst leitin að kroppnum með vöðvabúntunum og flottur skal hann verð áður en tímaklukkan hans slær fertugt. 562 dagar til stefnu, 30 kíló þarf að kveðja og flott skal ég verða FERTUG. Það duga engar skyndilausnir heldur hreyfing og borða rétt og reglulega, ekkert kók og súkkulaði hér meir og ekkert elsku mamma ég byrja á morgun eða mánudaginn!!! NEI NÚNA. Og það besta er að ég veit að ég mun finna kroppinn minn aftur, hef gert það áður og get það einu sinni enn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
dugleg stelpa! gangi þér vel
Skrifa ummæli