þriðjudagur, 2. október 2007

Ég sem veit ekki hvað kaffi er... eitthvað svart er það ekki ;-)

Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Bankakaffi!
..sívinsælt og bráðnauðsynlegt.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?


Bankakaffi!
Þú ert harðduglegur og vinnusamur einstaklingur sem mætir fyrstur allra á kontórinn og ferð síðastur heim. Vinnufélagar þínir líta upp til þín og hugsa með sér í hljóði hvaðan þú fáir alla þessa orku.

Þeir vita ekki sem er. Þú færð nefnilega allan dugnaðinn úr bankakaffinu góða.

Bankakaffi er samheiti fyrir gamla góða uppáhellinginn en dregur nafn sitt af ókeypis kaffi í bönkum. VARÚÐ: Ef bankakaffi fær að standa á brúsanum of lengi verður það súrt.

jeje thats me ;-)

Engin ummæli: